2.1.2008 | 08:52
Sorglegt
Hvar er Hnefaleikasambandið að verja þessa vitleysu...ég hef alltaf haldið því fram að það að keppast við að láta höggin dynja á fólki verður seint metið manni til verðleika og getur illa talist vera íþrótt.
Choi Yoi-sam látinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Eyþór
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það má vel vera eitthvað til í þessu hjá þér, en ég vil samt benda þér á að það hafa 3 knattspyrnumenn dáið nýlega á fótboltavellinum. Hefurðu ekki einhverja skoðun á því?
Magnús (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 09:19
Hnefaleikasamband að verja þessa vitleysu?
Sem einn af þeim sem æfi hnefaleika vil ég segja að þessi íþrótt er að mestu leiti hættulaus.
Auðvitað er leitt þegar íþróttamenn eins og t.d. Choi Yoi-sam deyja sökum slysa / meiðsla en sé á íþróttina í heild sinni litið þá er hann bara brot af broti keppenda sem stundar íþróttina af kappi. Allir keppendur vita hvað þeir eru að gera þegar þeir taka þátt í þessarri íþrótt. Það eru t.d. ítarlegar læknis-skoðanir áður en keppandi fær að stíga inn í hringinn og svo strax eftir þáttöku til að athuga hvort sé í lagi með keppandann.
Til að summa þetta stutt upp þá ætla ég að vitna í wikipedia til að benda á hlutfall dauðsfalla í almennum íþróttum.
Guðmundur Kári (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 09:23
Er ekki tilgangur hnefaleika m.a. að gera andstæðinginn líkamlega ófæran um að verja sig t.d. með rothöggi? Tilgangur fótbolta er ekkert á þann veginn. Dauðsföllin í knattspyrnunni má rekja til líkamslegs álags og hefðu væntanlega getað komið fram í hvaða áreynsluíþrótt sem er. Sama verður ekki sagt um það er heilinn er barinn til ólífis með hnúum annarra.
Annað, þegar fólk deyr í hestaíþróttum, siglingakeppnum og öðru, þá eru það slys sem rekja má til þess að eitthvað hafi farið úrskeiðis; hlutirnir ekki farið eins og ætlast er til. Þegar hnefaleikamaður deyr, þá fara hlutirnir á þann veg sem ætlast er til...aðeins er gengið lengra í til ætluðu ferli...það er slysið.
Eyþór, 2.1.2008 kl. 09:57
Guðmundur Kári skrifar :
"Það eru t.d. ítarlegar læknis-skoðanir áður en keppandi fær að stíga inn í hringinn og svo strax eftir þáttöku til að athuga hvort sé í lagi með keppandann."
Jahá..............finnst þér í alvöru ekkert athugavert við þetta ? Það er náttúrulega ekki merki um hættulausa íþrótt að keppandi verði að ganga undir ýtarlega læknisskoðun fyrir og eftir "leik". Get nú ekki munað hvaða aðrar íþróttir fara fram á slíkt.
Ívar Jón Arnarson, 2.1.2008 kl. 12:47
I rest my case
Eyþór, 2.1.2008 kl. 14:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.