20.1.2008 | 11:26
Lexus?
Hvað kemur það málinu við? Er maðurinn frekar í rétti af því að um Lexus var að ræða? Ég er á Outlander....má ég bara elta börn uppi en ekki slá þau?
"Það þykir ekki sannað" að hann hafi veitt honum áverka.....er þá málið að berja börn með appelsínum í poka en samkvæmt gamalli speki er það eitt ráðið til að refsa án þess að það sjáist á líkama viðkomandi.
Fréttin er óskiljanleg.
Reiddist þegar snjó var kastað í bílinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Eyþór
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sorry, það er víst leyfilegt að kasta snjóboltum í Outlander.
Jón (IP-tala skráð) 20.1.2008 kl. 12:18
Nei fréttin er ekki óskiljanleg, Dómurinn er óskiljanlegur. Síðast þegar ég gáði er ekki leyfilegt að fremja glæp vegna annars glæps. Það er að segja, það er ekki leyfilegt að misþyrma börnum þótt þau hagi sér illa.
P.s ef Lexus/Toyota eru ekki merkilegri en svo að þeir þoli ekki smá snjókast myndi ég ekki leggja mkið á mig til að eignast slíka sjálfrennireið.
björn (IP-tala skráð) 20.1.2008 kl. 12:27
Er bara ekki allt í lagi að tukta krakka til sem gera svona? Nú til dags fá krakkar að vaða uppi með alls konar dónaskap og ruddamennsku því það má aldrei skamma þau eða láta þau finna fyrir að það sem þau voru að gera sé rangt? Ég er alls ekki að mæla með líkamsárásum en hugmyndin að fara með strákinn heim til foreldra hans var góð. Hverju svo sem það hefði nú skilað.
Markús frá Djúpalæk, 20.1.2008 kl. 12:34
Hann hafi grunað stráka!Hvernig vissi hann að þessi sem hann náði hai kastaði í bílinn?
ólafur (IP-tala skráð) 20.1.2008 kl. 12:51
Það má ekki horfa framhjá því að sönnunarbyrgðin er mikil í þessu máli. Það að saka einhvern um líkamsmeiðingar krefst gríðarlegrar sönnunarbyrgði þess sem ákærir. EF vafi er á málum bera að túlka það ákærða í vil. Ég spyr því...
Vill almenningur frekar taka þá áhættu að dæma hugsanlega saklausann mann til refsingar ef vafi er á sekt? Ekki misskilja mig. Ég vill dæma þá sem brjóta af sér en það verður að vera sannað. Þó vont sé þá er betra að einn sekur sleppi en margir saklausir séu dæmdir til refsingar. Við þurfum ekki að horfa lengra en til réttarkerfisins í USA þar sem verið er að fella úr gildi mikið af dómum þar sem saklausir hafa ranglega verið dæmdir til refsingar.
Bunki (IP-tala skráð) 20.1.2008 kl. 13:04
Sko:
Ef maður á Lexus má maður elta krakka og lemja þá, sama gildir um Hyundai Accent & Ford Orion.
Ef maður er á Toyotu Hilux eða Nissan Almeru, þá má maður bara slá krakka utanundir með flötum lófa, en með handabakinu ef maður er á Suzuki Alto. Ef maður er á Cadillac eða Lincoln má bitch-slappa krakka þar til maður verður þreyttur.
Maður sem ekur Peugeot 405, Volvo 240 eða Amason má elta krakka og flengja þá. Maður sem á Jaguar má ráða einhvern til að elta krakkann og flengja hann, en ekki gera það sjálfur.
Sé maður á Opel af einhverju tagi má aka yfir krakkann.
Sé maður á Hummer þá er ekki víst að maður verði var við neitt, en verði maður var við snjóbolta, þá leyfist manni að nota törret-hólkinn.
Þetta eru allt mikil vísindi.
Ásgrímur (IP-tala skráð) 20.1.2008 kl. 17:41
Óskin (IP-tala skráð) 20.1.2008 kl. 21:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.