24.1.2008 | 09:11
13 ár...og hvað?
Ég er í 20 mínútur niður Ártúnsbrekkuna á morgnana. Almenningssamgöngur eru í skötulíki. Flugvallarhelv. er enn á sínum stað. Öryggi borgarana hefur ekki aukist og ég þarf að hætta í vinnu á miðjum degi í dag til að ná í dóttur mína vegna manneklu á leikskólum.
"hafa komið miklu til framkvæmda þau 13 ár sem þeir hafa setið í meirihluta borgarstjórnar"....hverju þá? Er þeir búnir að breyta heima hjá sér....hafa þeir farið í andlitslyftingu...Hafa yfirlýstu breytingar verið til góðs?
Bless Bingi....sá sem tekur við af þér, verður ekki verri...það er ekki séns.
Framsóknarmenn slíðri sverðin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Eyþór
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll
Mæl þú manna heilastur. Ég er sammála hverju orði sem þú skrifar um þetta
kveðja,Palli
Páll (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 09:17
Mundu eftir frístundakortunum. Núna getur dóttir þín stundað íþróttir frítt. Þökk sé Framsóknarmönnum í Reykjavík!
Auðunn Valsson (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 09:29
Frístundarkort eru stolin hugmynd frá öðrum sveitarfélögum og það er alveg eins sjálfstæðismönnum að þakka.
Niður með bændaflokkinn og þeirra tolla og matar okur.
Johnny Bravo, 24.1.2008 kl. 10:04
"Núna getur dóttir þín stundað íþróttir frítt. Þökk sé Framsóknarmönnum í Reykjavík!"....Nei, það getur hún ekki....hún er á leikskólaaldri og því er ekkert frístundakort til handa henni. Reikningurinn fyrir fimleikunum var að detta í hús. Rúmlega 20 þ. Þökk sé Framsóknarflokknum ef ég nota ofantalin rök.
Eyþór, 24.1.2008 kl. 23:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.